Draugar og dýrð

Búið að hengja þvott til þerris við læknabústaðinn á Hesteyri.
Búið að hengja þvott til þerris við læknabústaðinn á Hesteyri. Árni Sæberg

„Það hef­ur sjald­an verið eins gam­an að ferðast um Vest­f­irðina og nú í sum­ar. Feg­urðin og kyrrðin eru engu lík og að þessu sinni tók­um við ferðafé­lagi minn, Kat­her­ine Sher­lock frá Englandi, meðvitaða ákvörðun um að kúpla okk­ur frá öllu og fylgj­ast ekki með nein­um miðlum í sex daga. Við hl­ustuðum ekki einu sinni á frétt­ir. Það er auðvitað ekk­ert auðvelt fyr­ir frétta­ljós­mynd­ara en maður hef­ur gott af því að gera þetta annað slagið; ekki síst á tím­um sem þess­um þegar nei­kvæðar frétt­ir tröllríða öllu vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Þetta var voðal­ega nota­legt.“

Kvöldkyrrðin í Ísafjarðarhöfn að lokinni góðri dagsferð til Hesteyrar.
Kvöld­kyrrðin í Ísa­fjarðar­höfn að lok­inni góðri dags­ferð til Hest­eyr­ar. Árni Sæ­berg


Þetta seg­ir Árni Sæ­berg, ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins, en Sunnu­dags­blaðið birt­ir hér aðra mynda­opnu frá ferðalagi hans um Vest­f­irði í ág­úst. Sú fyrri var í blaðinu fyr­ir tveim­ur vik­um.
Þau Kat­her­ine fóru vítt og breitt um firðina en hún hafði ekki í ann­an tíma litið þá dýrð aug­um og þótti mikið til koma. Þau gistu meðal ann­ars tvær næt­ur á Gem­lu­felli í Dýraf­irði, skammt frá Núpi, þar sem Árni var tvö ár í skóla sem ung­ling­ur.

Meðal þess sem þau skoðuðu var Skrúður, fyrsti skrúðgarður­inn á Íslandi, en svo skemmti­lega vill til að gam­all kenn­ari Árna, Þor­steinn Gauti Gunn­ars­son, kallaður Þor­steinn bjútí, kom með fyrstu blóm­in þangað. „Þor­steinn er mjög eft­ir­minni­leg­ur kenn­ari; mikið stærðfræðiséní og gaf út bæk­ur um það efni.“

Glatt á hjalla á Hesteyri. Hrólfur Vagnsson þenur nikkuna í …
Glatt á hjalla á Hesteyri. Hrólf­ur Vagns­son þenur nikk­una í kaffi eft­ir leiðsögn um þorpið. Árni Sæ­berg


Þau vörðu dágóðum tíma á Ísaf­irði og ber Árni lof á bæ­inn; stemn­ing­in sé þægi­leg og góð og margt að sjá og gera.

Þegar þau voru að spóka sig á bryggj­unni á Ísaf­irði rák­ust Árni og Kat­her­ine á konu sem var að selja dags­ferðir inn á Hesteyri. „Það var svo sem ekk­ert í plan­inu hjá okk­ur en fyrst það bauðst fannst okk­ur upp­lagt að sigla þangað og sjá­um ekki eft­ir því. Það er mjög fal­legt á Hesteyri og gam­an að skoða gamla lækn­is­bú­staðinn sem gerður var fræg­ur í kvik­mynd Óskars Þórs Ax­els­son­ar eft­ir sögu Yrsu Sig­urðardótt­ur, Ég man þig. Kat­her­ine varð að vísu ekki um sel eft­ir að ég sýndi henni stikluna sem gerð var fyr­ir mynd­ina enda er Ég man þig drauga­saga.“

Hann glott­ir.

Allt fór þó vel og Árni og Kat­her­ine komust heilu og höldnu aft­ur til Ísa­fjarðar, draug­laus og reynsl­unni rík­ari.

Fleiri mynd­ir úr ferðinni má sjá í Sunnu­dags­blaðið Morg­un­blaðsins. 

Eyðibýlið Arnarnes í Dýrafirði.
Eyðibýlið Arn­ar­nes í Dýraf­irði. Árni Sæ­berg
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert