Eins metra regla tekur gildi á morgun

Nálægðarreglu verður breytt úr tveimur metrum í einn metra.
Nálægðarreglu verður breytt úr tveimur metrum í einn metra. Ljósmynd/Aðsend

Nýj­ar sótt­varn­a­regl­ur taka gildi á morg­un, mánu­dag­inn 7. sept­em­ber. Ná­lægðarreglu verður breytt úr tveim­ur metr­um í einn og há­marks­fjöldi þeirra sem mega koma sam­an fer úr 100 manns í 200.

Þetta kem­ur fram í reglu­gerð Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra, sem gef­in var út 3. sept­em­ber. Eru breyt­ing­arn­ar í sam­ræmi við til­lög­ur sem fram komu í minn­is­blaði sótt­varna­læknis 2. sept­em­ber.

Há­marks­fjöldi á sund- og baðstöðum og lík­ams­rækt­ar­stöðvum fer úr helm­ingi af leyfi­leg­um há­marks­fjölda gesta sam­kvæmt starfs­leyfi í 75%.

Þá geta íþrótt­ir, sviðslist­ir og önn­ur menn­ing­ar­starf­semi farið fram og eru snert­ing­ar þar heim­il­ar. Áhorf­end­ur þurfa að fara eft­ir eins metra ná­lægðarreglu og fjölda­tak­mörk­un­um.

Af­greiðslu­tími vín­veit­ingastaða breyt­ist ekk­ert, og verður áfram tak­markaður við 23.00.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka