Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sinnt fjórum sjúkraflutningum vegna COVID-19 það sem af er degi.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu tengjast margir COVID-flutningar fólki í sóttkví sem sýnir einkenni kórónuveirunnar og þarf að fara í sýnatöku.
Undanfarna daga hafa verið á bilinu 3 til 6 COVID-flutningar á dag.