Fjórir COVID-flutningar

Starfs­menn slökkviliðsins hjá nýj­um sjúkra­bíl slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins.
Starfs­menn slökkviliðsins hjá nýj­um sjúkra­bíl slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins hef­ur sinnt fjór­um sjúkra­flutn­ing­um vegna COVID-19 það sem af er degi. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá slökkviliðinu tengj­ast marg­ir COVID-flutn­ing­ar fólki í sótt­kví sem sýn­ir ein­kenni kór­ónu­veirunn­ar og þarf að fara í sýna­töku. 

Und­an­farna daga hafa verið á bil­inu 3 til 6 COVID-flutn­ing­ar á dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert