Hefur ekki áhyggjur af fækkun íbúa

Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar
Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar mbl.is/Sigurður Bogi

Bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðarbæj­ar hef­ur ekki áhyggj­ur að þeirri fækk­un íbúa í bæn­um, sem og á Vest­fjörðum öll­um, sem mbl.is greindi frá í morg­un.

„Þetta er ekki sú til­finn­ing sem við höf­um fyr­ir íbúaþró­un­inni hérna,“ seg­ir Birg­ir Gunn­ars­son, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðarbæj­ar, í sam­tali við mbl.is.

Virðist bera á skorti á íbúðar­hús­næði

„Við sjá­um á fast­eigna­markaðinum að það virðist vera farið að bera á skorti á íbúðar­hús­næði hérna. Fast­eigna­verð hef­ur verið að hækka. Það er ekki mikið fram­boð á eign­um til sölu og það sem hef­ur komið á sölu hef­ur verið selt frek­ar hratt,“ seg­ir Birg­ir.

Birg­ir tel­ur að um sé að ræða eðli­lega sveiflu á íbúa­fjölda, sem mögu­lega gæti skekkst með inn­komu gam­alla skrán­inga. Þá tel­ur hann að íbúa­töl­ur muni jafn­ast út yfir árið.

„Það eru alltaf ein­hverj­ar dæg­ur­sveifl­ur í þessu,“ seg­ir Birg­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka