Íbúum á Vestfjörðum fækkaði um 30 í ágúst

Ísafjarðarbær.
Ísafjarðarbær. mbl.is/Sigurður Bogi

Íbúum á Vest­fjörðum fækkaði um þrjá­tíu í ág­úst og voru 7.028 með lög­heim­ili í fjórðungn­um 1. sept­em­ber.

Frá 1. des­em­ber í fyrra hef­ur íbú­um fækkað um 90 manns, að því er kem­ur fram á bb.is en töl­urn­ar koma frá Þjóðskrá Íslands.

Mest fækkaði í Ísa­fjarðarbæ í ág­úst, eða um 23 íbúa. Í Bol­ung­ar­vík fækkaði um 10 manns og í Reyk­hóla­hreppi um 4 íbúa.

Óbreytt­ur íbúa­fjöldi er í Stranda­byggð en fjölg­un varð í fimm sveit­ar­fé­lög­um, mest í Tálkna­fjarðar­hreppi, eða um 13 manns. Það jafn­gild­ir 6,3 pró­sent­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka