Íbúum á Vestfjörðum fækkaði um þrjátíu í ágúst og voru 7.028 með lögheimili í fjórðungnum 1. september.
Frá 1. desember í fyrra hefur íbúum fækkað um 90 manns, að því er kemur fram á bb.is en tölurnar koma frá Þjóðskrá Íslands.
Mest fækkaði í Ísafjarðarbæ í ágúst, eða um 23 íbúa. Í Bolungarvík fækkaði um 10 manns og í Reykhólahreppi um 4 íbúa.
Óbreyttur íbúafjöldi er í Strandabyggð en fjölgun varð í fimm sveitarfélögum, mest í Tálknafjarðarhreppi, eða um 13 manns. Það jafngildir 6,3 prósentum.