Nær allar lendingarheimildir afbókaðar

Aðeins tveir skjólstæðingar Airport Associates halda enn úti farþegaflugi til …
Aðeins tveir skjólstæðingar Airport Associates halda enn úti farþegaflugi til Keflavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldi flug­fé­laga hef­ur af­bókað lend­ing­ar­heim­ild­ir í Kefla­vík, en að sögn Sigþórs Krist­ins Skúla­son­ar, for­stjóra Airport Associa­tes, ber­ast slík­ar af­bók­an­ir dag­lega.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Sigþór að aðeins tveir skjól­stæðing­ar Airport Associa­tes haldi enn úti starf­semi í Kefla­vík. Það eru fé­lög­in Wizz Air frá Ung­verjalandi og Ea­syJet frá Bretlandi.

Önnur flug­fé­lög sem Airport Associa­tes þjón­ust­ar, þar á meðal Brit­ish Airways og Norweg­i­an, hafa hætt öllu farþega­flugi sínu til Kefla­vík­ur tíma­bundið. Transa­via, Vu­el­ing og Air Baltic hafa dregið veru­lega úr starf­semi sinni í Kefla­vík, en halda enn úti ör­fá­um flug­um. 

Þótt flest­ar lend­ing­ar­heim­ild­ir tengd­ar farþega­flugi hafi verið af­bókaðar hef­ur frakt­flug til og frá Kefla­vík verið nær óbreytt. Sótt­varnaaðgerðir hafi ekki haft áhrif á þann hluta lend­ing­ar­heim­ilda, að sögn Sigþórs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka