Nemandi Versló greindist með veiruna

Verzlunarskóli Íslands.
Verzlunarskóli Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einn nemandi við Verslunarskólann greindist með kórónuveiruna í gær. Fyrir vikið eru fjórtán nemendur skólans komnir í sóttkví og tveir kennarar.

Þetta segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslunarskólans, í samtali við mbl.is.

Sérstök sóttvarnahólf eru í skólanum og í hverju þeirra eru tveir bekkir. Hverjum bekk fyrir sig er svo skipt upp í tvennt, hvor helmingur í sinni stofunni. Kennari gengur svo á milli stofanna tveggja, að sögn Inga.

Hann segir nemandann sem greindist með veiruna engan hafa hitt í skólanum nema nemendurna sem voru með honum í stofunni, þ.e. helming bekkjarins, og þá tvo kennara sem kenndu honum um morguninn.

„Hann fór í einu og öllu eftir þeim reglum sem við höfum sett. Hann kom inn um húsið um ákveðinn inngang, beint upp í stofu og beint út aftur,“ segir hann.

„Þetta er alveg ferlegt, ekki endilega fyrir skólann heldur aðallega fyrir þau sem lenda í þessu.“

Hann kveðst vona að fleiri veikist ekki en kennararnir tveir munu halda áfram að kenna heiman frá sér og nemendurnir munu halda áfram að læra heima samkvæmt stundatöflu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert