Segir dapurlegt að fylgjast með heimsókn Róberts

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Ljósmynd/Rósa Braga

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­stjóri Mann­rétt­inda- og lýðræðis­stofn­un­ar ÖSE, seg­ir dap­ur­legt að fylgj­ast með heim­sókn Ró­berts Spanó, for­seta Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, til Tyrk­lands.

Í ferðinni þáði Ró­bert heiðurs­doktors­nafn­bót við há­skól­ann í Ist­an­búl og hitti Er­dog­an Tyrk­lands­for­seta.

„Hann ætti að vita það manna best að það vant­ar mikið upp á að mann­rétt­indi séu virt og farið sé að regl­um rétt­ar­rík­is­ins í Tyrklandi,“ skrif­ar Ingi­björg Sól­rún á Face­book.

„Þó að fjög­ur ár séu nú liðin frá vald­aránstilraun­inni 15 júlí 2016 er ennþá verið að ásaka emb­ætt­is­menn, dóm­ara, fræðimenn, blaðamenn, kven­frels­is­kon­ur, mann­rétt­inda­frömuði o.fl. um að vera hand­bendi hryðju­verka­sam­taka - oft­ar en ekki vegna þess eins að þau lýsa yfir skoðun sem geng­ur gegn stefnu AKP flokks­ins,“ bæt­ir hún við.

Róbert Spanó.
Ró­bert Spanó. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Ingi­björg kveðst hafa búið í Tyrklandi þegar vald­aránstilraun­in var gerð og seg­ir fulla ástæðu til að taka til­raun­ina al­var­lega og sækja þá til saka sem stóðu að henni.

„Það er hins veg­ar með öllu óverj­andi að nota hana sem af­sök­un fyr­ir því að ásækja alla þá sem bjóða póli­tísk­um rétt­trúnaði AKP flokks­ins byrg­inn og út­mála þá sem hryðju­verka­menn. Ég neitaði að taka þátt í því hjá ODI­HR og tyrk­nesk­um stjórn­völd­um fannst ég eiga að gjalda fyr­ir það með stöðum­issi. Það er í takt við annað.“

Hún seg­ir að inn á við í Tyrklandi virki heim­sókn Ró­berts eins og hvítþvott­ur. „Ró­bert Spanó seg­ir að það sé hefð fyr­ir því að for­seti Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins þiggi heiðurs­doktors­nafn­bót en mér er til efs að það sé hefð fyr­ir að þiggja hana í ríki þar sem staða mann­rétt­inda er með þess­um hætti og hið aka­demíska frelsi jafn bág­borið og það er í Tyrklandi,“ seg­ir hún og bæt­ir síðar við:

„Mér er nær að halda að það hafi verið fordild en ekki hefð sem réði því að Ró­bert Spanó þáði þessa vegtyllu.“

Ekki hef­ur náðst í Ró­bert Spanó vegna heim­sókn­ar­inn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka