Talsverð rigning sunnan- og vestanlands

Búast má við talsverðri rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu …
Búast má við talsverðri rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu seinnipartinn í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veður­stof­an spá­ir suðaust­an 10 til 18 metr­um á sek­úndu í dag. Hvass­ast verður í vind­strengj­um norðvest­an­til og rign­ing en þurrt um landið norðaust­an­vert þar til síðdeg­is.

Tals­verð úr­koma verður sunn­an- og vest­an­lands seinnipart­inn. Vest­læg­ari og úr­komum­inna í kvöld. Hiti verður á bil­inu 8 til 16 stig að deg­in­um, hlýj­ast norðaust­an- og aust­an­lands.

Vest­an 15-23 m/​s verða um aust­an­vert landið í nótt og á morg­un, en held­ur hæg­ari vest­an­til á land­inu. Rign­ing norðan­lands og skúr­ir syðra, en þurrt fyr­ir aust­an. Kóln­ar held­ur.

Í at­huga­semd­um veður­fræðings kem­ur fram að hvöss sunna­nátt verði í vind­hviðum á norðan­verðu Snæ­fellsnesi fram á há­degi og einnig verði vest­an hvassvirði eða storm­ur aust­an­til á land­inu í nótt og á morg­un. Það get­ur verið vara­samt fyr­ir öku­tæki sem eru viðkvæm fyr­ir vindi.

Spáð er tals­verðri rign­ingu á sunn­an- og vest­an­verðu land­inu síðdeg­is. Fólk er því hvatt til að hreinsa vel niður­föll og ræsi þannig að regn­vatn eigi greiða leið burt.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka