Verða ekki ofbeldismenn milli hálffjögur og fjögur

Skammtímavistunin á Holtavegi er í höndum Reykjavíkurborgar.
Skammtímavistunin á Holtavegi er í höndum Reykjavíkurborgar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lands­sam­tök­in Þroska­hjálp kalla eft­ir því að sér­fræðing­ur í mál­efn­um fatlaðs fólks geri at­hug­un á öll­um sem dvöldu í skamm­tíma­vist­un fyr­ir fatlaða á Holta­vegi á starfs­tíma karl­manns sem braut þar kyn­ferðis­lega á konu, í þeim til­gangi að ganga úr skugga um að maður­inn hafi ekki framið fleiri brot. 

Þetta sagði Bryn­dís Snæ­björns­dótt­ir, formaður Þroska­hjálp­ar, í kvöld­frétt­um RÚV

Eins og fjöl­miðlar hafa áður greint frá var karl­maður á fimm­tugs­aldri ný­verið dæmd­ur fyr­ir að brjóta kyn­ferðis­lega á konu í starfi sínu á skamm­tíma­vist­un á Holta­vegi, úrræði fyr­ir fatlaða á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar. Í kjöl­far máls­ins hef­ur vel­ferðarsvið borg­ar­inn­ar breytt verk­ferl­um og verður meðal ann­ars reynt að ganga úr skugga um að tví­mennt sé á öll­um vökt­um í fram­hald­inu. 

Bryn­dís sagði að Þroska­hjálp hefði árum sam­an kallað eft­ir þeirri breyt­ingu. 

„Ég hefði haldið að þegar starfsmaður í svona þjón­ustu verður upp­vís að svona al­var­legu broti, of­beld­is­broti, hvers kyns sem það kann að vera, þá tel ég eðli­legt að það sé kannað hjá öll­um sem hafa verið í þjón­ustu á þeim tíma sem viðkom­andi starfar á staðnum. Því menn verða ekki of­beld­is­menn bara svona einn dag­inn milli hálf­fjög­ur og fjög­ur, á vakta­skipt­um,“ sagði Bryn­dís.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka