Æfa viðbrögð við hryðjuverkum

Árleg æfing sprengjusérfræðinga hófst á Keflavíkurflugvelli um helgina.
Árleg æfing sprengjusérfræðinga hófst á Keflavíkurflugvelli um helgina. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Sprengju­sér­fræðing­ar á veg­um Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) æfa nú viðbrögð við hryðju­verk­um á Kefla­vík­ur­flug­velli á ár­legu æf­ing­unni Nort­hern Chal­lenge. Hófst æf­ing­in nú í tutt­ug­asta sinn um helg­ina og stend­ur yfir fram í næstu viku, af því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni.

Á æf­ing­unni verður sér­stök áhersla lögð á vernd­un lífs, eigna og sönn­un­ar­gagna í kjöl­far hryðju­verka­árása og verður sams kon­ar búnaður og fund­ist hef­ur víða um heim út­bú­inn og aðstæður hafðar eins raun­veru­leg­ar og kost­ur er.

Í ein­angr­un á svæðinu

Þátt­tak­end­ur á æf­ing­unni eru 75 manns frá sjö þjóðum, sem all­ir munu gang­ast und­ir skimun, bæði við komu og síðan 5 til 6 dög­um síðar. Þátt­tak­end­ur eru í ein­angr­un á ör­ygg­is­svæðinu og er ekki heim­ilt að yf­ir­gefa svæðið. Þá er svæðinu skipt í sótt­varn­ar­hólf og þátt­tak­end­um skipt upp í hópa.

Æfing­in veit­ir sprengju­sér­fræðing­um, sem koma hvaðanæða úr heim­in­um, tæki­færi til að sam­hæfa aðgerðir og miðla reynslu og þekk­ingu til annarra liða, og hef­ur jafn­framt skipað sér sess sem ein mik­il­væg­asta æf­ing sprengju­sér­fræðinga í Evr­ópu. 

Sprengjusérfræðingar æfa nú viðbrögð við hryðjuverkum á Keflavíkurflugvelli.
Sprengju­sér­fræðing­ar æfa nú viðbrögð við hryðju­verk­um á Kefla­vík­ur­flug­velli. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert