Lögreglan á Vestfjörðum óskar eftir upplýsingum í tengslum við innbrot í aðstöðu Dýralæknaþjónustu SISVET á Ísafirði.
Brotist var inn einhvern tímann á milli klukkan 13 í gær og átta í morgun og meðal annars stolið fartölvu.
Hægt er að hafa samband við lögregluna í gegnum einkaskilaboð á facebook, síma 444-0400 eða senda tölvupóst á vestfirdir@logreglan.is.