Ekkert nýtt innanlandssmit kórónuveirunnar greindist á sameiginlegri deild sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar í gær.
Þetta kemur fram á covid.is.
Fjórir greindust með veiruna á landamærunum. Einn er með virkt smit en beðið er mótefnamælingar hjá hinum þremur. Þá greindist einn með veiruna í seinni skimun eftir komuna til landsins.
Eru nú 76 í einangrun og 307 í sóttkví.
Alls voru 1.250 sýni tekin á landamærunum í gær og 123 einkennasýni hjá Íslenskri erfðagreiningu og sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.