„Erfitt tímabil fram að jólum“

„Við erum að horfa fram á erfitt tíma­bil fram að jól­um og að lík­ind­um eitt­hvað leng­ur. Ég tel að bú­ast megi við því að það verði ein­hverj­ar upp­sagn­ir og ekki end­ur­ráðning­ar næstu tvenn mánaðamót,“ seg­ir Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar. Stór hluti skaðans hafi þó orðið strax og sótt­kví­ar­regl­ur tóku gildi. 

Jó­hann­es seg­ir að borið hafi á því að flug­fé­lög og ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki, sem selt hafa Ísland sem áfangastað, beri ekki fullt traust til stöðug­leika í ákvörðunum ís­lenskra stjórn­valda í dag og muni því hugsa sig tvisvar um áður en þau hefja starf­semi hér á landi á ný. 

Lík­legt að fyr­ir­tæki muni halda að sér hönd­um

„Ferðamanna­straum­ur­inn byrj­ar ekki eins og skrúfað sé frá krana þegar regl­um á landa­mær­un­um er breytt. Flug­fé­lög­in eru hætt að fljúga að stór­um hluta og þau munu hugsa sig tvisvar um, nú þegar ekki eru skýr viðmið,“ seg­ir hann.

Fjöl­mörg­um var sagt upp og hafa þeir unnið á upp­sagn­ar­fresti síðan hert­ar regl­ur um sótt­kví við komu til lands­ins tóku gildi. Jó­hann­es seg­ir að bú­ast megi við því að hluti þeirra starfs­manna verði ekki end­ur­ráðinn, líkt og áður mátti bú­ast við. 

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að margt starfsfólk …
Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, tel­ur að margt starfs­fólk muni ekki eiga kost á end­ur­ráðningu, í ljósi áhrifa far­ald­urs­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Það eru ein­hver fyr­ir­tæki sem reyna að hafa opið inn í þessa mánuði en ég myndi telja að mik­ill minni­hluti þurfi ekki að gera breyt­ing­ar á starfs­manna­haldi hjá sér,“ seg­ir hann.

Veit­ingastaðir í miðbæ Reykja­vík­ur sleppi bet­ur við rekstr­arörðug­leika í ljósi til­slak­ana á sam­komu­regl­um en gisti­staðir eigi við erfiðari aðstæður að etja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert