Esjuskaflinn hverfur ekki

Hvíti bletturinn vestanvert í Kistufelli er skaflinn frægi.
Hvíti bletturinn vestanvert í Kistufelli er skaflinn frægi. mbl.is/Sigurður Bogi

Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni mun væntanlega lifa af líðandi ár – og hvíta skellan í vesturhlíðum Kistufells fer senn undir snjó.

Þetta er mat Halldórs Björnssonar veðurfræðings sem fylgist vel með framvindu mála.

Hann bendir á að síðastliðinn vetur hafi verið snjóþungur og mikill snjór sest í fjöll. Þá hafi hitastig í sumar verið -0,4 gráðum undir meðaltali síðustu tíu ára. Allt hafi þetta áhrif svo skaflinn haldi velli, en stærð hans þykir almennt góður mælikvarði á hitastig og veðráttu á landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert