Fangelsinu á Akureyri lokað í næstu viku

Lögreglustöðin Akureyri.
Lögreglustöðin Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fang­els­inu á Ak­ur­eyri verður lokað 15. sept­em­ber næst­kom­andi. Lok­un fang­els­is­ins var frestað í júlí vegna mik­ill­ar gagn­rýni á ákvörðun­ina. 

Til stóð að fang­els­inu yrði lokað um mánaðamót júlí og ág­úst. Í júlí óskaði dóms­málaráðherra síðan eft­ir því við rík­is­lög­reglu­stjóra að lagt yrði mat á hugs­an­leg­an viðbót­ar­kostnað lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri af lok­un­inni. Var lok­un fang­els­is­ins því frestað til 15. sept­em­ber. 

Fram kem­ur í frétt RÚV að von sé á til­kynn­ingu frá dóms­málaráðherra síðar í dag, en Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir ráðherra var ekki laus til viðtals við vinnslu frétt­ar­inn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert