Hætta sýnatöku utandyra

Sýnatakan verður færð inn í Orkuhúsið vegna veðurs.
Sýnatakan verður færð inn í Orkuhúsið vegna veðurs. Eggert Jóhannesson

Heilsu­gæsl­an á höfuðborg­ar­svæðinu verður nú með sýna­töku vegna ein­kenna inn­an­dyra en ekki inn um bíl­glugga í sýna­tökutjaldi líkt og tíðkast hef­ur fyr­ir utan gamla Orku­húsið við Suður­lands­braut. Rúv greindi fyrst frá

„Við héld­um í fyrstu að það yrði erfiðara að skima í húsi en nú þegar veðrið er orðið rysj­ótt þá er praktísk­ara fyr­ir okk­ar fólk að þetta sé gert í húsi,“ seg­ir Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæsl­unn­ar.

Ekki auk­in áhætta 

Ganga­verðir verða á svæðinu og vísa fólki veg­inn þegar gengið er til sýna­töku, að sögn Óskars. Gengið sé úr skugga um að sótt­varn­aráðstöf­un­um sé fylgt og því fel­ist eng­in áhætta í því að ganga inn í sýna­töku.

Sýna­tak­an er tvíþætt  ann­ars veg­ar er sýna­taka sem er á landa­mær­un­um og síðan seinni skimun og hins veg­ar þeir sem koma í skimun vegna ein­kenna. 

„Af þess­um nokk­ur hundruð ein­kenna­sýn­um sem við tök­um á dag eru mjög fáir sem grein­ast með kór­ónu­veiruna. Ef fólk er mjög veikt reyn­um við að gera þetta með öðrum hætti en í flest­um til­fell­um kem­ur fólk sem er með mjög lít­il ein­kenni. Það er því eng­in áhætta í þessu fólg­in fyr­ir fólkið,“ seg­ir Óskar.

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. Ljós­mynd/​Lög­regl­an
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert