Hugsi yfir tvískinnungnum í baráttunni gegn COVID

Valgerður Á. Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga SÁÁ.
Valgerður Á. Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga SÁÁ. mbl.is/Árni Sæberg

Val­gerður Rún­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga hjá SÁÁ, hvet­ur heil­brigðis­starfs­fólk til að vera á varðbergi gagn­vart lyfja- og áfeng­isneyslu skjól­stæðinga sinna. Þau sjái fleiri á miðjum aldri í dag­legri áfeng­isneyslu en fyr­ir COVID-19-far­ald­ur­inn og met­fjöldi fái nú lyf við ópíóíðafíkn.

Þetta kem­ur fram í viðtali við Val­gerði í Lækna­blaðinu.

Val­gerður seg­ir að 185 ein­stak­ling­ar séu í lyfjameðferð við ópíóíðafíkn á göngu­deild­inni á Vogi og að þeir hafi aldrei verið fleiri.

„Síðustu ár hef­ur ópíóíðaneysla auk­ist,“ seg­ir hún. „Fleira fólk glím­ir við vanda vegna sterkra verkjalyfja: contal­g­íns, oxycontíns, trama­dóls og kó­dein­lyfja. Flest­ir taka lyf­in inn en við sjá­um merki þess að fleiri reyki þau en áður.“ Hér á landi noti flest­ir lyf­seðils­skyld lyf, en er­lend­is skipi heróínn­eyt­end­ur einnig hóp­inn.

Val­gerður er hugsi yfir tví­skinn­ungn­um sem henni finnst birt­ast í heims­bar­átt­unni gegn COVID-19. „Hin stór­kost­legu viðbrögð við far­aldr­in­um kalla á að fólk vakni líka af sinnu­leysi gagn­vart ýms­um vímu­gjöf­um sem leggja fleiri en far­ald­ur­inn ár hvert,“ seg­ir hún.

„Það sem af er ári hafa 800.000 lát­ist úr COVID-19. Heim­ur­inn hef­ur snú­ist á hvolf vegna veirunn­ar. Á ári hverju deyja átta millj­ón­ir af tób­aks­reyk­ing­um og þrjár millj­ón­ir úr of­neyslu áfeng­is sam­kvæmt töl­um frá Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­inni. En við erum samdauna því og afar lít­il stemn­ing til að taka á þeim vanda með sam­taka­mætti heims­ins.“

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert