Húsnæðið verður endurnýjað fyrir lögregluna

Hús­næði fang­els­is­ins á Ak­ur­eyri verður end­ur­nýjað og breytt til að bæta vax­andi hús­næðisþörf lög­regl­unn­ar eft­ir að því verður lokað 15. sept­em­ber næst­kom­andi. Fang­els­is­mála­stofn­un mun hafa fjár­hags­lega burði til að reka stærri fang­elsi lands­ins með lok­un fang­els­is­ins á Ak­ur­eyri. 

Greint var frá því í dag að fang­els­inu á Ak­ur­eyri verði lokað í næstu viku, en lok­un­in átti að fara fram um mánaðamót júlí og ág­úst en var síðan frestað á meðan mat rík­is­lög­reglu­stjóra á hugs­an­leg­um viðbót­ar­kostnaði fyr­ir lög­regl­una á Norður­landi eystra fór fram.  

Í til­kynn­ingu frá dóms­málaráðuneyt­inu seg­ir að embætti lög­reglu­stjór­ans á Norður­landi eystra verði nú styrkt um fjór­ar stöður lög­reglu­manna til að sinna al­mennri lög­gæslu í um­dæm­inu. Þá verður hús­næði fang­els­is­ins end­ur­nýjað til að mæta vax­andi hús­næðisþörf lög­regl­unn­ar. Þá verða nú tveir sér­sveit­ar­menn með fasta bú­setu á Ak­ur­eyri í stað eins og tryggt verður að lög­regl­an á Norður­landi eystra geti nýtt sér úrræði til gæslu­v­arðhaldsvist­ar á staðnum þegar þörf kref­ur. 

Geta rekið stærri fang­els­in á hag­kvæm­ari hátt 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins að ákvörðunin sé tek­in að til­lögu Fang­els­is­mála­stofn­un­ar. „Til­gang­ur fyr­ir­hugaðrar lok­un­ar fang­els­is­ins á Ak­ur­eyri var ann­ars veg­ar að auka hag­kvæmni í rekstri fang­elsis­kerf­is­ins í heild ásamt því að stytta boðun­arlista eft­ir fang­elsis­vist í land­inu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þá seg­ir að vegna ým­issa þátta hafi mik­il­vægi fang­els­is­ins á Ak­ur­eyri minnkað veru­lega á síðustu árum. Föng­um í stærri fang­els­um standi til bjóða meiri þjón­usta sál­fræðinga og fjöl­breytt­ara náms- og vinnu­fram­boð. 

Lögreglustöðin Akureyri.
Lög­reglu­stöðin Ak­ur­eyri. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

„Í dag eiga all­ir fang­ar mögu­leika á fram­gangi í afplán­un og geta því ekki og eiga ekki lög­um sam­kvæmt að afplána stærst­an hluta refs­ing­ar sinn­ar í lokuðu fang­elsi en Ak­ur­eyri er lokað fang­elsi. Rek­in eru tvö opin fang­elsi þannig að unnt að er taka til­lit til stöðu fanga við val á opnu fang­elsi fyr­ir viðkom­andi eft­ir afplán­un í lokuðu fang­elsi. Opnu fang­els­in eru á Suður­landi og Vest­ur­landi. Þá er áfanga­heim­ili sem tek­ur við að lok­inni vist í opnu fang­elsi staðsett í Reykja­vík. Það er því úti­lokað að fang­ar afpláni all­an sinn tíma á Norður­landi eystra,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

„Í stað 10-14 manna ein­inga áður eru í dag rek­in tvö öfl­ug lokuð fang­elsi sem sam­tals gætu vistað um 140 fanga ef Fang­els­is­mála­stofn­un hefði fjár­hags­lega burði til að reka þau á full­um af­köst­um. Það verður stofn­un­inni unnt að gera með lok­un fang­els­is­ins á Ak­ur­eyri. Fang­els­is­mála­stofn­un tel­ur sig geta rekið hin stærri fang­els­in á hag­kvæm­ari hátt og fulln­ustað fleiri fang­els­is­refs­ing­ar með mark­viss­ari hætti þar sem ör­ygg­is­sjón­ar­miðum er full­nægt og boðið upp á fjölþætta fag­lega þjón­ustu fyr­ir hvern og einn fanga.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert