Icelandair fékk 2,9 milljarða

Stuðning­ur sem Icelanda­ir fékk greidd­an úr rík­is­sjóði vegna hluta launa­kostnaðar á upp­sagn­ar­fresti nam tæp­um 2,9 millj­örðum króna í maí, júní og júlí í sum­ar. Stuðning­ur­inn var vegna 1.889 launa­manna hjá fyr­ir­tæk­inu.

Listi yfir þá rekstr­araðila sem fengið hafa greidd­an stuðning vegna hluta launa­kostnaðar hef­ur verið birt­ur á vef Skatts­ins. Icelanda­ir ber höfuð og herðar yfir önn­ur fyr­ir­tæki á list­an­um. Icelanda­ir þáði ríf­lega sex­falt hærri upp­hæð en næsta fyr­ir­tæki, Flug­leiðahót­el hf., sem fengu 452 millj­ón­ir króna vegna 480 starfs­manna. Þar á eft­ir koma Íslands­hót­el með 436 millj­ón­ir fyr­ir 467 starfs­menn og Bláa lónið með 425 millj­ón­ir króna vegna 540 starfs­manna.

Hót­el og önn­ur ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki eru vita­skuld mest áber­andi á lista yfir fyr­ir­tæki sem fengu stuðning. Af öðrum fyr­ir­tækj­um of­ar­lega á list­an­um má nefna Center­hotels, Allra­handa, Foss­hót­el, Hót­el Sögu, Ice­land Tra­vel, Flug­fé­lag Íslands, Ramma­gerðina og tvö fé­lög Kynn­is­ferða.

Af öðrum fyr­ir­tækj­um má geta þess að Sena fékk 23 millj­ón­ir króna, Sport­köf­un­ar­skóli Íslands fékk 27 millj­ón­ir, Geys­ir shops 19 millj­ón­ir, Land­náms­set­ur Íslands 18 millj­ón­ir, Kex Hostel 16 millj­ón­ir, Íshest­ar 13 millj­ón­ir og Tix miðasala 4,6 millj­ón­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert