Koi-fiskurinn gaf upp öndina

Koi-fiskurinn eftir að Þorkell veiddi hann upp úr ánni.
Koi-fiskurinn eftir að Þorkell veiddi hann upp úr ánni. Ljósmynd/Aðsend

Koi-fisk­ur­inn sem Þorkell Heiðars­son, líf­fræðing­ur og deild­ar­stjóri í Hús­dýrag­arðinum, veiddi í Elliðaám fyr­ir rúmri viku drapst ein­um til tveim­ur sól­ar­hring­um síðar.

„Hann var voðal­ega aum­ingja­leg­ur blessaður. Það var eins og hann hefði orðið fyr­ir ein­hverju hnjaski í ánni. Hann bara gaf upp önd­ina,“ seg­ir Þorkell, spurður út í af­drif fisks­ins.

Til stóð að koma hon­um í fóst­ur þar sem hann gæti svamlað um í tjörn en ekk­ert varð úr því.

Þorkell bæt­ir við að fisk­ur­inn hafi verið kom­inn með sár og sýk­ing­ar og hann hafi þurft að ýta við hon­um fljót­lega eft­ir að hann veidd­ist ofan við Árbæj­ar­stíflu.

Hann nefn­ir að krakk­arn­ir í hverf­inu hafi verið mjög dug­leg­ir und­an­farið við að leita að fleiri koi-fisk­um í Elliðaám. „Hvern lang­ar ekki til þess að finna gull­fisk? Ég von­ast til að börn­in í Árbæn­um nýt­ist til að skima árn­ar fyr­ir fleiri koi-fisk­um því við vilj­um svo sann­ar­lega ekki að þeir nái fóst­festu í Elliðaán­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert