„Könnumst ekki við að bera hann svona fram“

Máltíð fyrir eldriborgara í boði Reykjavíkurborgar.
Máltíð fyrir eldriborgara í boði Reykjavíkurborgar. Ljósmynd/Facebook

For­stöðumaður fram­leiðslu­eld­húss á vel­ferðarsviði Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir mat fyr­ir eldri borg­ara í Norður­brún ekki af­greidd­an líkt og sagt var frá í frétt mbl.is frá því fyrr í dag. Í face­book­færslu dótt­ur eins íbúa á Norður­brún sést hvernig brauð er borið fram með plokk­fiski á miður geðsleg­an hátt og varð það kveikj­an að mál­inu.

„Þessi mat­ur er vissu­lega frá okk­ur en við könn­umst ekki við að bera hann svona fram,“ seg­ir Eyj­ólf­ur Ein­ar Elías­son, for­stöðumaður fram­leiðslu­eld­húss á vel­ferðarsviði Reykja­vík­ur­borg­ar, í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir starfs­menn Norður­brún­ar skammta á diska í eld­húsi þjón­ustu­íbúðanna og vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sé íbú­um skipt í tvennt; helm­ing­ur borði í íbúðum sín­um en helm­ing­ur í mat­sal. Því beri starfs­menn Norður­brún­ar mat­inn fram fyr­ir íbú­ana.

Mis­tök­in að setja brauðið ofan á plokk­fisk­inn

„All­ur mat­ur til fé­lags­miðstöðva er af­greidd­ur heit­ur, í stór­um ílát­um, fisk­ur og kjöt og allt meðlæti hvað í sín­um bakka. Þá er ætl­ast til að skammtað sé á diska fyr­ir viðskipta­vini og þeir spurðir hvers þeir óski.

Mis­tök­in eru án efa þau að brauðið sem borið var fram var sett ofan á fiskigratínið þannig að eðli­lega blotn­ar það, sem er ekki beint skemmti­legt. Hins veg­ar er það alrangt að við höf­um sett gratínið inn í brauðið eins og lýst hef­ur verið.“

Hann seg­ir að vel­ferðarsvið hafi rætt við for­stöðumann Norður­brún­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert