Læknar bæði vonsviknir og slegnir

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Laga­breyt­ing­in sem legg­ur niður lækn­aráð er bæði ótrú­leg og óskilj­an­leg seg­ir starf­andi formaður lækn­aráðs Land­spít­ala, Anna Mar­grét Hall­dórs­dótt­ir. Frum­varp heil­brigðisráðherra var samþykkt á Alþingi í júní þar sem kom fram að lækna- og hjúkr­un­ar­ráð á heil­brigðis­stofn­un­um yrðu lögð niður.

Þeirra í stað átti að koma sam­eig­in­legt ráð fag­stétta heil­brigðis­starfs­fólks á hverri stofn­un, for­stjóra til ráðgjaf­ar. Óljóst er hvernig staðið verður að því á Land­spít­ala.

„Lækn­ar eru bæði von­svikn­ir og slegn­ir yfir þess­ari at­b­urðarás,“ seg­ir Anna Mar­grét Hall­dórs­dótt­ir, starf­andi formaður lækn­aráðs, í sam­tali við Lækna­blaðið, um þá breyt­ingu sem varð á heil­brigðis­lög­um í sum­ar sem legg­ur lækn­aráð heil­brigðis­stofn­ana niður. 

Anna Mar­grét seg­ist óneit­an­lega fá það á til­finn­ing­una að laga­breyt­ing­in sé liður í því að þagga niður í lækn­um.

Það eru eng­in sann­fær­andi rök fyr­ir þess­um breyt­ing­um og bein­lín­is búið að segja við lækna að þeir hafi verið með óþægi­lega gagn­rýni. Okk­ur líður því mörg­um eins og verið sé að þagga niður í lækn­um,“ seg­ir Anna Mar­grét.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert