Lengsti fundurinn rúmir sextán tímar

Þing­fund­ir á 150. lög­gjaf­arþingi voru sam­tals 141 og stóðu í tæp­ar 715 klukku­stund­ir. Lengsti þing­fund­ur­inn stóð í sex­tán klukku­stund­ir og sjö mín­út­ur. Þetta kem­ur fram í yf­ir­liti um þing­störf á 150. lögggjaf­arþingi en þing­fund­um þess var frestað á föstu­dag­inn. Þingið var að störf­um frá 10. sept­em­ber til 17. des­em­ber 2019, frá 20. janú­ar til 29. júní 2019 og frá 27. ág­úst til 4. sept­em­ber 2020.

Meðallengd þing­funda á um­ræddu lög­gjaf­arþingi var fimm klukku­stund­ir og fjór­ar mín­út­ur. Það er tals­vert styttra en á 149. lögggjaf­arþingi þegar meðallengd­in var sex klukku­stund­ir og 39 mín­út­ur. 

Í yf­ir­lit­inu kem­ur fram að af 253 frum­vörp­um urðu alls 138 að lög­um, 120 voru óút­rædd, tveim­ur var vísað til rík­is­stjórn­ar­inn­ar og tvö ekki samþykkt. Af 161 þings­álykt­un­ar­til­lögu voru 46 samþykkt­ar, 112 til­lög­ur voru óút­rædd­ar, ein var kölluð aft­ur, ein ekki samþykkt og einni var vísað til rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Þá voru 35 skrif­leg­ar skýrsl­ur lagðar fram. Fyr­ir­spurn­ir á þingskjöl­um voru sam­tals 514. Fyr­ir­spurn­ir til munn­legs svars voru 63 og var 52 svarað en ein var kölluð aft­ur. 480 skrif­leg­ar fyr­ir­spurn­ir voru lagðar fram og var 425 þeirra svarað, 55 bíða svars er þingi var frestað, seg­ir í yf­ir­lit­inu.

Þing­mál til meðferðar í þing­inu voru 1005 og tala prentaðra þingskjala var 2118. Óund­ir­bún­ar fyr­ir­spurn­ir til ráðherra voru 327. Sér­stak­ar umræður voru 27.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert