Málið gegn Jóni Baldvini þingfest 16. september

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. mbl.is/RAX

Dóms­mál gegn Jóni Bald­vini Hanni­bals­syni, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, verður þing­fest í Héraðsdómi Reykja­vík­ur 16. sept­em­ber, eða á miðviku­dag­inn í næstu viku. 

Þetta staðfest­ir héraðsdóm­ur við mbl.is en þing­haldið verður lokað.

Jón Bald­vin upp­lýsti í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu að lög­manni sín­um hafi borist ákæra frá sak­sókn­ara vegna meints kyn­ferðis­brots á heim­ili sínu gagn­vart gest­kom­andi konu.

mbl.is óskaði eft­ir því að fá af­henta ákær­una á hend­ur Jóni. Í svari héraðsdóms kem­ur fram að ákær­ur eru ekki af­hent­ar fyrr en að lok­inni þing­fest­ingu.

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur. mbl.is/Ó​feig­ur
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert