„Mér finnst þetta bara skelfing“

Máltíð fyrir eldriborgara í boði Reykjavíkurborgar.
Máltíð fyrir eldriborgara í boði Reykjavíkurborgar. Ljósmynd/Facebook

Formaður Fé­lags eldri borg­ara seg­ir máltíð sem eldri borg­ara í þjón­ustu­íbúð á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar var bor­in á borð óboðlega. Hún mun taka málið upp á fundi öld­ungaráðs borg­ar­inn­ar. 

Elín Guðrún Jó­hanns­dótt­ir birti í færslu sinni á Face­book í dag ljós­mynd­ir af máltíð sem móður henn­ar var gef­in. „Þetta er há­deg­is­mat­ur mömmu fyr­ir eldri­borg­ara í dag í boði borg­ar­inn­ar, kald­ur plokk­fisk­ur frá því í gær inni í brauðhleif. Væri gam­an að sjá þetta borið fram á Alþingi,“ skrif­ar Elín í færsl­unni. 

Óboðlegt

Ingi­björg Sverr­is­dótt­ir, formaður Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni, seg­ir máltíðina ekki boðlega í sam­tali við mbl.is. 

Ingibjörg Sverrisdóttir, formaður Félags eldri borgara.
Ingi­björg Sverr­is­dótt­ir, formaður Fé­lags eldri borg­ara. Ljós­mynd/​Berg­lind Ýr Jón­as­dótt­ir

„Mér finnst þetta bara ekki boðlegt. Mér skilst að þetta sé í þjón­ustu­íbúð á veg­um borg­ar­inn­ar,“ seg­ir Ingi­björg sem tjáði sig um málið á Face­book. 

Ingi­björg seg­ist ekki vita til þess að al­mennr­ar óánægju gæti meðal eldri borg­ara vegna máltíða á veg­um borg­ar­inn­ar. 

Hún seg­ir að til standi að ræða máltíðir eldri borg­ara á fundi öld­ungaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar. „Mér finnst þetta bara skelf­ing,“ seg­ir Ingi­björg. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert