Mikið er byggt og íbúunum fjölgar

Framkvæmdagleði er mikil í Hvereagerði þessa dagana.
Framkvæmdagleði er mikil í Hvereagerði þessa dagana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í Hveragerði er nú unnið að byggingu alls 180 nýrra íbúða. Mest er þó byggt í svonefndu Kambalandi vestast í bænum. Þar er verið að smíða alls 100 eignir, sem verða í einbýli, raðhúsum og blokkum.

Einnig er talsvert byggt á svæðum í miðju bæjarins, þar sem gróðrarstöðvar voru áður svo sem blómaskálinn Eden, sem brann fyrir um áratug.

„Íbúum fjölgar, bærinn stækkar og samfélagið breytist,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri um þróun mála. Hvergerðingar eru samkvæmt allra nýjustu tölum 2.743 en voru 2.310 fyrir áratug. Þróunin er hin sama sé lengri tími hafður sem viðmið, að því er fram kemur í umfjöllun um byggingastarfsemi þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert