Mikilvægt að koma menningarlífinu í gang

Búast má við fjölgun leikhúsgesta með nýjum reglum.
Búast má við fjölgun leikhúsgesta með nýjum reglum. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

Samkomuhaldarar anda eilítið léttar í dag vegna tilslökunar á reglum stjórnvalda en segja nokkuð í land með að starfsemi komist í hefðbundið horf.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur birt nýja reglugerð sem tekur gildi í dag, þar sem nálægðarreglum er breytt úr tveimur metrum í einn og hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman fer úr 100 í 200 manns.

Draga tjöldin frá

„Þetta er mikilvægt skref í því að koma menningarlífinu í gang á ný,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri. Leikhúsin hafa verið í samtali við sóttvarnayfirvöld um þau skref sem taka megi í átt að afléttingu takmarkana og með nýjum reglum segir Magnús að hægt verði að sýna í smærri sölum Þjóðleikhússins. Sýningar á stóra sviðinu verði þó að bíða næsta skrefs, en hann segist vongóður um að þá verði nándartakmörk gerð valkvæð og hámarksfjöldi færður upp í 500 manns. Þá megi blása lífi í alla starfsemi leikhússins á ný.

Starfsemi hefur verið í Hörpu frá því í byrjun maí og segir Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri í Morgunblaðinu í dag, að nýjar reglur muni liðka frekar til við starfsemina og auðvelda viðburðahöldurum að skipuleggja haustið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert