Pantaði leigubíl vitandi að hann væri smitaður

Er­lend­ur maður skráði sig á hót­el og pantaði leigu­bíl vit­andi að hann væri smitaður af kór­ónu­veirunni. Í kjöl­farið var maður­inn sektaður um 350 þúsund krón­ur. Þetta kem­ur fram í viku­legu upp­gjöri lög­regl­unn­ar á Suður­landi en at­vikið átti sér stað inn­an um­dæm­is henn­ar 26. ág­úst síðastliðinn. Mál­inu er nú lokið að sögn lög­reglu.

Einnig kem­ur fram að 40 öku­menn voru kærðir fyr­ir hraðakst­ur í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Suður­landi og hafa þá alls 1.749 öku­menn verið kærðir fyr­ir of hraðan akst­ur það sem af er ári á Suður­landi. Þá voru fimm öku­menn grunaðir um ölv­un við akst­ur í síðustu viku og þrír til viðbót­ar fyr­ir að nota farsíma við akst­ur.

Til viðbót­ar stöðvaði lög­regla þrjá sem óku próf­laus­ir og þar af einn sem aldrei hafði öðlast öku­rétt­indi. Enn frem­ur voru þrír sektaðir fyr­ir að aka án ör­ygg­is­belt­is. All­ir voru stöðvaðir á um­ferðar­pósti sem lög­regl­an á Höfn hafði sett upp í bæn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert