Réðst á átta ára dreng

Lögreglan á Akureyri segir málið mjög alvarlegt.
Lögreglan á Akureyri segir málið mjög alvarlegt. mbl.is/Sigurður Bogi

Kæra hef­ur verið lögð fram á hend­ur ósakhæf­um manni, sem vistaður er í ör­yggis­vist­un á Ak­ur­eyri, fyr­ir að hafa veist að átta ára dreng sem var á leið heim úr skóla. Sviðsstjóri bú­setu­sviðs Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar harm­ar at­vikið. RÚV grein­ir frá þessu.

Maður­inn, sem er 21 árs, var á gangi fyr­ir utan heima hjá sér og hafði tvo starfs­menn með sér þegar hann stekk­ur í burtu og tek­ur átta ára dreng kverka­taki, að því er fram kem­ur í frétt RÚV. Enn frem­ur seg­ir þar að starfs­menn­irn­ir sem voru með mann­in­um hafi ekki gert neitt rangt. Það sem gerðist hafi verið hörmu­legt slys.

Berg­ur Jóns­son hjá rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri seg­ir í sam­tali við RÚV að embættið taki málið mjög al­var­lega. Kæra hafi verið lögð fram en að hann tjái sig ekki frek­ar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert