Segir leiðinlegt að horfa á eftir samstarfsfólki

Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Páll Winkel fangelsismálastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri seg­ir leiðin­legt að horfa á eft­ir sam­starfs­fólki sínu í fang­els­inu á Ak­ur­eyri. Hann seg­ir þó þá breyt­ingu sem verður 15. sept­em­ber þegar fang­els­inu verður lokað í takt við þróun fang­els­is­mála­kerf­is­ins. 

Greint var frá því í dag að fang­els­inu á Ak­ur­eyri verði lokað í næstu viku, en lok­un­in átti að fara fram um mánaða­mót júlí og ág­úst en var síðan frestað á meðan mat rík­is­lög­reglu­stjóra á hugs­an­leg­um viðbót­ar­kostnaði fyr­ir lög­regl­una á Norður­landi eystra fór fram.  

Páll seg­ir að eng­inn fangi hafi verið í fang­els­inu á Ak­ur­eyri frá 15. maí og þar hafi aðeins verið lág­marks­starf­semi. „Það er auðvitað leiðin­legt að sjá á eft­ir góðu sam­starfs­fólki á fang­els­inu á Ak­ur­eyri sem hef­ur skilað góðu starfi. En fulln­ustu­kerfið þarf að halda áfram að þró­ast og þessi breyt­ing er í fullu sam­ræmi við það,“ seg­ir Páll í sam­tali við mbl.is, en ákvörðun dóms­málaráðherra um að loka fang­els­inu var gerð að til­lögu Fang­els­is­mála­stofn­un­ar. 

„Það sem við get­um gert núna þegar þessi hagræðing hef­ur náð fram að ganga er að við get­um rekið tvö stór fang­elsi á full­nægj­andi af­köst­um, bæði fang­elsið á Hólms­heiði og Litla-Hraun,“ seg­ir Páll. 

Geta veitt betri þjón­ustu 

Páll seg­ir marg­ar ástæður fyr­ir breyt­ing­unni. 

„Fang­elsið á Ak­ur­eyri hef­ur gegnt mjög mik­il­vægu hlut­verki á síðustu árum þegar fang­els­in voru mjög lít­il eða án mögu­leika á aðskilnaði, auk þess sem fang­ar fyrr á tím­um afplánuðu lang­stærst­an hluta refs­ing­ar sinn­ar í lokuðu fang­elsi. Þetta er hins veg­ar ekki staðan í dag og rök­in fyr­ir lok­un þessa fang­els­is eru fyr­ir það fyrsta að búið er að byggja stórt lokað fang­elsi sem býður upp á full­kom­inn aðskilnað,“ seg­ir Páll. 

„Síðan eru stóru fang­els­in með mun hærra ör­ygg­is­stig, í stór­um fang­els­um eru betri mögu­leik­ar á að bjóða upp á fjöl­breytt nám og vinnu og eft­ir því sem fang­els­in eru færri og stærri þeim mun betri þjón­ustu geta sál­fræðing­ar, fé­lags­ráðgjaf­ar og aðrir heil­brigðis­starfs­menn veitt föng­um,“ seg­ir Páll. 

Hann seg­ir að auk þess sé ekki leng­ur mögu­legt fyr­ir fanga að afplána alla refs­ingu sína á Ak­ur­eyri. 

„Í dag eiga fang­ar ekki að afplána stærst­an hluta refs­ing­ar sinn­ar í lokuðu fang­elsi. Þar sem opnu fang­els­in og áfanga­heim­il­in eru á Suður­landi, Vest­ur­landi og í Reykja­vík eiga fang­ar ekki þess kost að afplána all­an sinn tíma á Ak­ur­eyri. Það er bara ekki mögu­leiki. Síðan eru stóru fang­els­in bara hag­kvæm­ari ein­ing­ar og fang­elsið á Ak­ur­eyri var lang­minnsta rekstr­arein­ing­in, næst­minnsta fang­elsið var rúm­lega tvisvar sinn­um stærra,“ seg­ir Páll.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert