Skírnarskógur verður í Skálholti

Agnes M. Sigurðardóttir flutti ávarp við gróðursetninguna.
Agnes M. Sigurðardóttir flutti ávarp við gróðursetninguna. mbl.is/Sigurður Bogi

Bústnar birkiemblur voru gróðursettar í Skálholti um helgina, fyrstu trén í skírnarskógi þjóðkirkjunnar. Hugmyndin er að planta einu tré fyrir hvert nýskírt barn í landinu. Kirkjan á jarðir víða og verða reitir úr þeim valdir til að gróðursetja í.

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, flutti ávarp við gróðursetninguna og sagði þetta skv. umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar þar sem væri hvatt til lífsstíls sem drægi úr losun gróðurhúsalofttegunda og sóun orku og matar.

Umhverfismálin eru í brennidepli í kirkjustarfi kirkjunnar sem og skírnarfræðslan. Að flétta saman skírn og umhverfismál þykir snjöll flétta. Hildur Björk Hörpudóttir á fræðslusviði Biskupsstofu átti hugmyndina. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert