Tveir jarðskjálftar riðu yfir skammt frá Krýsuvík á sjöunda tímanum í morgun. Sá stærri mældist 3,3 stig.
Samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands reið sá fyrri yfir klukkan 6:20 og mældist hann 2,8 stig. Mínútu síðar reið yfir skjálfti sem mældist 3,3 stig og eru upptök þeirra um 1,5 km norðvestur af Krýsuvík. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt. Engar tilkynningar hafa borist um að þessir skjálftar hafa fundist samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.