Telur slæmt að Róbert hafi þegið orðuna

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, gagnrýnir Róbert Spanó fyrir að hafa …
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, gagnrýnir Róbert Spanó fyrir að hafa þegið nafnbót heiðursdoktors hjá háskólanum í Istanbúl. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, lögmaður og fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, seg­ir það slæm tíðindi að Ró­bert Spanó, for­seti Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu (MDE), hafi þegið nafn­bót heiðurs­doktors við Há­skól­ann í Ist­an­búl, í aðsendri grein sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag. 

„Þetta eru vond tíðindi. Sér­stak­lega að dóm­ar­inn skuli þiggja svona fjól­ur af ríki sem all­ir vita að reglu­lega forsmá­ir vernd mann­rétt­inda og hef­ur þurft að verj­ast fjöl­mörg­um kær­um fyr­ir MDE und­an­far­in miss­eri, m.a. fyr­ir brot á tján­ing­ar­frelsi borg­ara sinna,“ skrif­ar Jón. 

„Hlýt­ur að rýra traust manna til dóm­stóls­ins“

Tel­ur Jón að dóm­ar­ar við MDE ættu aldrei að þiggja viður­kenn­ing­ar sem þess­ar frá aðild­ar­ríkj­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins, þar sem rík­in séu aðilar til varn­ar í kæru­mál­um sem til hans ber­ast. 

„Það er því ekki við hæfi að dóm­ar­ar taki við atlot­um þeirra. Slíkt hlýt­ur að rýra traust til dóm­stóls­ins. Allra helst á þetta við þegar í hlut á ríki sem er blóðugt upp fyr­ir axl­ir af mann­rétt­inda­brot­um sín­um eins og Tyrk­ir eru. Ró­bert hefði hrein­lega átt að nota þetta tæki­færi til að upp­ræta hefðir af þess­um toga, hafi þær yf­ir­höfuð verið fyr­ir hendi,“ skrif­ar Jón. 

Í niður­lagi grein­ar­inn­ar spyr Jón hvers vegna Ró­bert Spanó hafi haldið að Tyrk­ir hafi viljað hengja á hann orðu og hvort hon­um detti ekki í hug að það kunni að vera vegna vilj­ans til að gera hann vin­veitt­an stjórn­völd­um þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert