„Það ætti að ógilda úrslitin“

Þórólfur Guðnason léttur á fundinum í dag.
Þórólfur Guðnason léttur á fundinum í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Mál ensku landsliðsmann­anna Phils Fod­ens og Ma­sons Greenwoods er til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu og er sú rann­sókn á loka­metr­un­um. Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir sagði að sér sýnd­ist málið klárt brot á regl­um um sótt­kví.

Eins og fram hef­ur komið fengu þeir Fod­en og Greenwood, sem báðir léku sinn fyrsta A-lands­leik í knatt­spyrnu gegn Íslandi á Laug­ar­dals­vell­in­um á laug­ar­dag­inn, heim­sókn frá tveim­ur ís­lensk­um stúlk­um á hót­el­her­bergi sitt í Reykja­vík í gær og brutu með því sótt­varn­a­regl­ur.

„Mín fyrstu viðbrögð voru þau að það ætti að ógilda úr­slit­in,“ sagði Þórólf­ur og glotti en Eng­land vann Ísland 1:0 í Þjóðadeild­inni á laug­ar­dag.

Phil Foden í baráttunni á Laugardalsvelli á laugardaginn síðasta.
Phil Fod­en í bar­átt­unni á Laug­ar­dals­velli á laug­ar­dag­inn síðasta. AFP

Rögn­vald­ur Ólafs­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn svaraði því hvorki ját­andi né neit­andi hvort sekta ætti landsliðsmenn­ina fyr­ir brott á sótt­varn­a­regl­um en sagði rann­sókn máls­ins á loka­metr­un­um.

Stúlkurnar heimsóttu ensku landsliðsmennina á Hótel sögu.
Stúlk­urn­ar heim­sóttu ensku landsliðsmenn­ina á Hót­el sögu. mbl.is/​Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert