Þrjú metin hæfust í embætti dómara

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hallur Már

Ástráður Har­alds­son, Jón Hösk­ulds­son og Ragn­heiður Braga­dótt­ir eru hæf­ust þeirra sem sóttu um embætti dóm­ara við Lands­rétt. Ekki verður gert upp á milli hæfni þeirra þriggja, að sögn dóm­nefnd­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef dóms­málaráðuneyt­is­ins.

Sjö um­sókn­ir bár­ust um embættið en tveir drógu um­sókn­ir sín­ar síðar til baka. Sótt var um tvö embætti dóm­ara við Lands­rétt, að því er kem­ur fram í um­sögn dóm­nefnd­ar. 

Dóm­nefnd­ina skipuðu: Ei­rík­ur Tóm­as­son, formaður, Hall­dór Hall­dórs­son, Helga Mel­korka Ótt­ars­dótt­ir, Krist­ín Bene­dikts­dótt­ir og Óskar Sig­urðsson.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert