18 aðgerðir til að draga úr plastnotkun

Grámávur flýgur með plast í gogginum.
Grámávur flýgur með plast í gogginum. mbl.is/Bogi Þór Arason

Um­hverf­is- og auðlindaráðherra kynnti á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í morg­un áætl­un­ina Úr viðjum plasts­ins. Hún sam­an­stend­ur af átján aðgerðum sem miða að því að draga úr plast­notk­un í sam­fé­lag­inu, auka end­ur­vinnslu plasts og sporna gegn plast­meng­un í hafi.

Meira en helm­ing­ur aðgerðanna er þegar kom­inn til fram­kvæmda, til að mynda bann við af­hend­ingu burðarpoka án gjald­töku, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Í sum­ar samþykkti Alþingi frum­varp um­hverf­is- og auðlindaráðherra þar sem bann var lagt við markaðssetn­ingu ým­issa einnota plast­vara, svo sem bóm­ullarp­inna, hnífa­para og blöðruprika.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfissráðherra.
Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­iss­ráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Skylda flokk­un á úr­gangi

Unnið er að því að skylda flokk­un á úr­gangi og sam­ræma flokk­un­ar­merk­ing­ar á land­inu öllu með frum­varpi sem lagt verður fram á Alþingi í vet­ur. Þá á að auka end­ur­vinnslu á plasti með hagræn­um hvöt­um. Á næsta ára­tug mun ríkið aðstoða sveit­ar­fé­lög á land­inu fjár­hags­lega svo hægt sé að ráðast í frek­ari end­ur­bæt­ur á frá­veitu­kerf­um og hefta þannig los­un örplasts í hafið, til að mynda með græn­um of­an­vatns­lausn­um.

Aug­lýst verður eft­ir verk­efn­um á heimasíðu ráðuneyt­is­ins í haust. Um all­ar þess­ar aðgerðir er nán­ar fjallað í áætl­un­inni.

Mik­il­vægt að grípa til aðgerða

„Að ráðast gegn plast­meng­un er áskor­un sem all­ar þjóðir heims­ins standa frammi fyr­ir og hafa óæski­leg áhrif plast­meng­un­ar á líf­ríki komið æ bet­ur í ljós á síðustu árum og er mik­il­vægt fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag að grípa til aðgerða til að draga úr óá­byrgri og óþarfri notk­un plasts hér á landi, auka end­ur­vinnslu plasts og lág­marka magn þess plasts sem rat­ar út í um­hverfið, ekki síst til sjáv­ar,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka