1.200 umsóknir í einni viku

mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 1.200 umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun (VMST) frá nýliðnum mánaðamótum eða á einni viku. „Okkur hafa borist um 1.200 umsóknir frá mánaðamótum. Þetta er svipað og við höfðum spáð þannig að við erum þokkalega viðbúin þessu,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri VMST.

Hún segir of snemmt að segja til um hvort spá stofnunarinnar um þróun atvinnuleysis í septembermánuði muni ganga eftir.

Gert hefur verið ráð fyrir að almennt atvinnuleysi hafi farið í um 8,6% í ágúst og muni aukast lítið eitt í september. Ekki er búist við umsóknum vegna fjöldauppsagna um seinustu mánaðamót fyrr en að loknum uppsagnarfresti síðar á árinu. Í ágúst var 284 starfsmönnum sagt upp störfum í fjórum hópuppsögnum.

„Við höfum gert og gerum enn ráð fyrir um 3.000 umsóknum að meðaltali á mánuði fram að áramótum,“ segir Unnur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert