Fyrirtækið Íslandsþari vinnur að undirbúningi vinnslu á stórþara eða tröllaþara á Húsavík.
Snæbjörn Sigurðarson, sem hefur unnið að verkefninu síðustu mánuði, segir að hugmyndin sé að afla þara, þá einkum stórþara, úti fyrir Norðurlandi og nýta jarðhita á Húsavík til að þurrka hráefnið. Varan verði síðan flutt út til frekari vinnslu í matvæla-, heilsu- og lyfjaiðnaði.
Um stórt fyrirtæki yrði að ræða á húsvískan mælikvarða og gætu allt að 80 stöðugildi í landi og 20 á sjó fylgt starfseminni, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.