Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað karlmann á sextugsaldri, sem ákærður er fyrir manndráp, í áframhaldandi gæsluvarðhald næstu fjórar vikur, að því er Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is.
Maðurinn var handtekinn í apríl síðastliðnum, grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana og ákærði héraðssaksóknari manninn fyrir manndráp í lok júní.
Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því 2. apríl, eða frá því krufning á líki eiginkonu hans leiddi í ljós að andlátið hefði líklega borið að með saknæmum hætti. Eiginkona mannsins lést á heimili hjónanna í Sandgerði 28. mars.