Áfram í varðhaldi vegna meints manndráps

Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald.
Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald. mbl.is/Ómar Óskarsson

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur úr­sk­urðað karl­mann á sex­tugs­aldri, sem ákærður er fyr­ir mann­dráp, í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald næstu fjór­ar vik­ur, að því er Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir vara­héraðssak­sókn­ari staðfest­ir í sam­tali við mbl.is.

Maður­inn var hand­tek­inn í apríl síðastliðnum, grunaður um að hafa orðið sam­býl­is­konu sinni að bana og ákærði héraðssak­sókn­ari mann­inn fyr­ir mann­dráp í lok júní.

Maður­inn hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi frá því 2. apríl, eða frá því krufn­ing á líki eig­in­konu hans leiddi í ljós að and­látið hefði lík­lega borið að með sak­næm­um hætti. Eig­in­kona manns­ins lést á heim­ili hjón­anna í Sand­gerði 28. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka