Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna brunans

Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 18. september.
Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 18. september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl­maður á sjö­tugs­aldri, sem grunaður er um íkveikju á Bræðra­borg­ar­stíg í júní, hef­ur verið úr­sk­urðaður í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald, eða til 18. sept­em­ber. Þetta er gert vegna rann­sókn­ar­hags­muna að sögn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu sem rann­sak­ar til­drög elds­voðans.

Í brun­an­um lét­ust þrír, ein kona og tveir karl­menn, og voru þau öll pólsk­ir rík­is­borg­ar­ar. Í hús­inu sem brann höfðu 73 ein­stak­ling­ar lög­heim­ili og spratt upp mik­il umræða um aðbúnað er­lends verka­fólks hér á landi þegar brun­inn varð. Húsið brann til kaldra kola og var efri hluti húss­ins að lok­um rif­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka