Auðvelda börnum að tilkynna til barnaverndar

Kópavogur. Tilkynningarhnappurinn er hluti af innleiðingarferli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í …
Kópavogur. Tilkynningarhnappurinn er hluti af innleiðingarferli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í bænum. mbl.is/Sigurður Bogi

Skóla­börn í 5. til 10. bekk í Kópa­vogi geta frá og með 11. sept­em­ber haft sam­band við Barna­vernd Kópa­vogs með því að smella á hnapp í spjald­tölvu sinni, en öll börn í sveit­ar­fé­lag­inu á þess­um aldri fá spjald­tölvu til af­nota og með því að setja hnapp­inn í tölv­una er börn­um auðveldað að koma ábend­ing­um sín­um á fram­færi. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Kópa­vogs­bæ að hnapp­ur­inn opni aðgang að síðu þar sem börn geta lýst líðan sinni, áhyggj­um eða aðstæðum og óskað eft­ir aðstoð barna­vernd­ar fyr­ir sig sjálf eða önn­ur börn. 

Hnappurinn er í sömu stærð og hnappar fyrir smáforrit í …
Hnapp­ur­inn er í sömu stærð og hnapp­ar fyr­ir smá­for­rit í spjald­tölv­um. Ljós­mynd/​Aðsend

For­eldr­ar skóla­barna hafa fengið upp­lýs­inga­bréf frá skóla­yf­ir­völd­um þar sem til­kynn­ing­ar­hnapp­ur­inn er kynnt­ur. Skóla­börn fá svo fræðslu dag­ana 10. og 11. sept­em­ber um hnapp­inn, til­gang hans og hlut­verk barna­vernd­ar. 

Til­kynn­ing­ar­hnapp­ur­inn er hluti af inn­leiðing­ar­ferli Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna í Kópa­vogi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka