Berfætt á náttfötunum á gangi um bæinn

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lög­regl­an á Ísaf­irði reyndi að aðstoða stúlku í ann­ar­legu ástandi þar sem hún var á gangi í bæn­um ber­fætt og í nátt­föt­um í síðustu viku. Ekki tókst að kom­ast að dval­arstað henn­ar eða áform henn­ar þar sem hún var mjög illa áttuð. Til að tryggja ör­yggi henn­ar var hún færð í fanga­klefa og lát­in sofa úr sér vím­una. Var henni ekið til síns heima dag­inn eft­ir þegar hún gat upp­lýst um hvar hún ætti heima. Þetta kem­ur fram dag­bók lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum.

Á miðviku­dags­kvöld hafði lög­regla af­skipti af manni sem birt­ist á svöl­um ná­granna síns á Ísaf­irði. Kvaðst maður­inn vera læst­ur úti og þyrfti að kom­ast heim til sín en hann reynd­ist vera í ann­ar­legu ástandi. Maður­inn veitt­ist að gesti sem var í heim­sókn þegar hann var beðinn um að fara aft­ur í sína íbúð. Maður­inn hlýddi svo ekki fyr­ir­mæl­um lög­reglu og hrækti í átt að lög­reglu­manni. Var hann vistaður í fanga­klefa um nótt­ina. Þurfti lög­regla að hafa aft­ur af­skipti af hon­um síðar í vik­unni vegna áreit­is við ná­granna sína.

Dró upp hníf

Slags­mál brut­ust út milli nokk­urra aðila á Bíldu­dal á föstu­dag. Ein­hverj­ir hlutu áverka og var því kallað eft­ir sjúkra­bíl til að hlúa að þeim. Eft­ir átök­in dró einn aðil­inn upp hníf og var hann hand­tek­inn í kjöl­farið og vistaður í fanga­klefa til næsta morg­uns. At­vikið er til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni.

Á laug­ar­dag slasaðist ung stúlka á höfði eft­ir að hafa ekið fjór­hjóli fram af ár­bakka. Var hún flutt á slysa­deild í Foss­vogi vegna áverka sinna en reynd­ist vera óbrot­in. Maður sem var með henni á fjór­hjól­inu hlaut mar og skrám­ur en er heill að öðru leyti.

Sama dag var mat­vöru­poka stolið úr and­dyri versl­un­ar Bón­uss á Ísaf­irði meðan eig­andi hans brá sér frá eitt augna­blik inn í aðra versl­un. Málið er í rann­sókn og þigg­ur lög­regl­an upp­lýs­ing­ar um ger­and­ann.

Brot­ist var inn í aðstöðu dýra­lækn­is á Ísaf­irði aðfaranótt mánu­dags. Málið er til rann­sókn­ar og biðlar lög­regla til allra þeirra sem geta veitt upp­lýs­ing­ar um inn­brotið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka