Bílvelta á Fífuhvammsvegi

Sjúkrabíll var kallaður út og var einn tekinn til skoðunar. …
Sjúkrabíll var kallaður út og var einn tekinn til skoðunar. Enginn var fluttur á slysadeild. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjúkra­bíll var kallaður að Fífu­hvamms­vegi í Kópa­vogi fyr­ir skemmstu vegna bíl­veltu. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu var eng­inn flutt­ur á slysa­deild.

All­ir sem í bíln­um voru höfðu komið sér út úr bíln­um sjálf­ir og voru þeir ómeidd­ir.

Einn var tek­inn til skoðunar í sjúkra­bíl sem kom á vett­vang en eng­inn flutt­ur af vett­vangi líkt og áður sagði.

Búið er að hreinsa gler­brot og annað smá­legt af veg­in­um og fjar­lægja bíl­inn. Ekki ligg­ur fyr­ir hvað olli slys­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert