Sjúkrabíll var kallaður að Fífuhvammsvegi í Kópavogi fyrir skemmstu vegna bílveltu. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var enginn fluttur á slysadeild.
Allir sem í bílnum voru höfðu komið sér út úr bílnum sjálfir og voru þeir ómeiddir.
Einn var tekinn til skoðunar í sjúkrabíl sem kom á vettvang en enginn fluttur af vettvangi líkt og áður sagði.
Búið er að hreinsa glerbrot og annað smálegt af veginum og fjarlægja bílinn. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu.