Brugghúsin lyftistöng fyrir lítil samfélög

Sigurður P. Snorrason, formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir …
Sigurður P. Snorrason, formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Laufey Sif Lárusdóttir, ritari samtakanna.

For­svars­menn Sam­taka ís­lenskra hand­verks­brugg­húsa af­hentu Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­málaráðherra áskor­un í dag um að hún leggi á ný fram frum­varp um að heim­ila ís­lenska net­versl­un með áfengi til jafns við er­lenda. Jafn­framt að tryggðir verði mögu­leik­ar hand­verks­brugg­húsa til að selja gest­um vör­ur sín­ar með bein­um hætti á staðnum.

„Íslensk hand­verks­brugg­hús eru nú á þriðja tug tals­ins, tryggja um 200 manns störf í sinni heima­byggð og skila tug­um millj­óna í skatt­tekj­ur á ári,“ seg­ir Sig­urður P. Snorra­son, formaður sam­tak­anna. 

Hann bend­ir á að brugg­hús­in fram­leiði vandaðar og eft­ir­sótt­ar ís­lensk­ar vör­ur og dragi til sín fjölda ís­lenskra og er­lendra gesta. „Þannig eru brugg­hús­in oft mik­il lyfti­stöng fyr­ir lít­il sam­fé­lög í nærum­hverfi sínu, sem mörg telj­ast til brot­hættra byggða,“ seg­ir Sig­urður.

Í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um er haft eft­ir Sig­urði að Covid-19-far­ald­ur­inn með til­heyr­andi hruni í ferðaþjón­ustu hafi haft veru­leg áhrif á mörg lít­il frum­kvöðlafyr­ir­tæki í grein­inni. Þannig hafi gesta­fjöldi minnkað til muna og brugg­hús­in geti ein­ung­is keppt um mjög tak­markað hillupláss í áfeng­is­versl­un­um rík­is­ins til að selja vör­ur sín­ar.

„Með heim­ild til sölu í net­versl­un og á fram­leiðslu­stað feng­ist var­an nær fram­leiðslunni með veru­lega minnkuðu fót­spori og á hag­kvæm­ari hátt, með til­heyr­andi já­kvæðum áhrif­um fyr­ir neyt­end­ur, um­hverfið og af­komu brugg­hús­anna,“ seg­ir Sig­urður. 

Hjálp­ar at­vinnu­lífi í brot­hætt­um byggðum

Hann seg­ir ljóst að nú­ver­andi kerfi stuðli að óeðli­legri mis­mun­un, enda geti er­lend­ir aðilar óhindrað selt ís­lensk­um neyt­end­um áfengi í net­versl­un. „Ef ís­lensk­ir fram­leiðend­ur vilja gera slíkt hið sama þurfa þeir að flytja vör­ur sín­ar til út­landa, til þess eins að þær verði flutt­ar heim aft­ur af er­lendri net­versl­un með til­heyr­andi kol­efn­is­spori.“

Sig­urður bend­ir á að breyt­ing­arn­ar gætu ekki aðeins orðið til happs fyr­ir at­vinnu­líf í brot­hætt­um byggðum, held­ur mætti sam­hliða lög­festa aukið ald­urs­eft­ir­lit og tryggja áfram­hald­andi skatt­tekj­ur sem nýst gætu í for­varn­ar- og lýðheils­u­starf. 

„Í síðasta frum­varpi ráðherra var gert ráð fyr­ir leyf­is­svipt­ingu og refsi­á­byrgð vegna ófull­nægj­andi ald­urs­eft­ir­lits. Við fögn­um slík­um kröf­um og bend­um á að eng­in slík ákvæði gilda um er­lend­ar net­versl­an­ir,“ seg­ir Sig­urður. 

Eina breyt­ing­in að dós­in er lokuð

Hann staðhæf­ir að bein sala í hand­verks­brugg­hús­um muni á eng­an hátt auka aðgengi ungs fólks að áfengi. „Vör­urn­ar yrðu ein­ung­is seld­ar á stöðum þar sem fólk á lög­leg­um áfengis­kaupa­aldri má koma sam­an, rétt eins og gild­ir á vín­veit­inga­stöðum. Eina breyt­ing­in er sú að dós­in er lokuð,“ seg­ir Sig­urður. 

Hann ít­rek­ar mik­il­vægi þess að leggja áfram­hald­andi áherslu á for­varn­ir og lýðheilsu. „Slíku op­in­beru starfi má auðvitað sinna enn bet­ur ef tekj­ur af sölu áfeng­is renna í aukn­um mæli í vasa ís­lenskra skatt­greiðenda, frek­ar en er­lendra fyr­ir­tækja. Til­lag­an er því bæði í senn inn­blás­in af hag frum­kvöðlafyr­ir­tækja og starfs­manna þeirra, en ekki síður sjón­ar­miðum um byggðastefnu og aukna áherslu á for­varn­ir og ald­urs­eft­ir­lit.“ 

mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka