Býflugnabóndi og loftslagsfræðingur meðal tilnefndra

Býflugnabóndi er á meðal þeirra sem tilnefndur er til umhverfisverðlauna …
Býflugnabóndi er á meðal þeirra sem tilnefndur er til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. AFP

Bý­flugna­bóndi, ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki, Sam­tök líf­rænna land­búnaðarsam­taka á Norður­lönd­um og lofts­lags­fræðing­ur eru meðal þeirra sem til­nefnd­ir eru til um­hverf­is­verðlauna Norður­landaráðs í ár. 

Þema verðlaun­anna að þessu sinni er vist­fræðileg­ur fjöl­breyti­leiki lands og sjáv­ar. 

Elva Rakel Jóns­dótt­ir, formaður dóm­nefnd­ar verðlaun­anna, seg­ir fleiri til­nefn­ing­ar hafa borist dóm­nefnd­inni í ár og erfitt hafi verið að fækka til­nefn­ing­um niður í eina frá hverju landi. Hún seg­ir Norður­lönd­in rík af fólki, fræðimönn­um, sam­tök­um og fyr­ir­tækj­um sem láti sig vist­fræðilega fjöl­breytni varða. 

Verðlaun­in verða af­hent 27. októ­ber næst­kom­andi. 

Til­nefn­ingu til verðlaun­anna hljóta: 

Nor­eg­ur

Dag O. Hessen, pró­fess­or í líf­fræði við Ósló­ar­há­skóla og yf­ir­maður CBA-miðstöðvar­inn­ar, fyr­ir rann­sókn­ir og miðlun upp­lýs­inga um lofts­lags- og um­hverf­is­mál.

Ísland

Bor­ea Advent­ur­es. Sjálf­bær ferðaþjón­usta sem legg­ur sitt af mörk­um til að vernda refa­stofn­inn á Horn­strönd­um.

Fær­eyj­ar

Rit­höf­und­ur­inn Jens-Kj­eld Jen­sen fyr­ir skrif sín um líf­fræðilega fjöl­breytni Fær­eyja.

Finn­land

YLE-her­ferðin „Björg­um bý­flug­un­um“.

Dan­mörk

Lyst­bæk­ga­ard  fyr­ir vernd­un strand­heiðar­inn­ar, lands­lags sem er í hættu á að hverfa.

Álands­eyj­ar

Bý­flugna­bónd­inn Tor­björn Eckerm­an fyr­ir starf sitt við að halda Álands­eyja­bý­flug­um laus­um við varroa-sníkj­umít­il­inn.

Svíþjóð

Sam­tök líf­rænna land­búnaðarsam­taka á Norður­lönd­um

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka