Býflugnabóndi, ferðaþjónustufyrirtæki, Samtök lífrænna landbúnaðarsamtaka á Norðurlöndum og loftslagsfræðingur eru meðal þeirra sem tilnefndir eru til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár.
Þema verðlaunanna að þessu sinni er vistfræðilegur fjölbreytileiki lands og sjávar.
Elva Rakel Jónsdóttir, formaður dómnefndar verðlaunanna, segir fleiri tilnefningar hafa borist dómnefndinni í ár og erfitt hafi verið að fækka tilnefningum niður í eina frá hverju landi. Hún segir Norðurlöndin rík af fólki, fræðimönnum, samtökum og fyrirtækjum sem láti sig vistfræðilega fjölbreytni varða.
Verðlaunin verða afhent 27. október næstkomandi.
Tilnefningu til verðlaunanna hljóta:
Noregur
Dag O. Hessen, prófessor í líffræði við Óslóarháskóla og yfirmaður CBA-miðstöðvarinnar, fyrir rannsóknir og miðlun upplýsinga um loftslags- og umhverfismál.
Ísland
Borea Adventures. Sjálfbær ferðaþjónusta sem leggur sitt af mörkum til að vernda refastofninn á Hornströndum.
Færeyjar
Rithöfundurinn Jens-Kjeld Jensen fyrir skrif sín um líffræðilega fjölbreytni Færeyja.
Finnland
YLE-herferðin „Björgum býflugunum“.
Danmörk
Lystbækgaard fyrir verndun strandheiðarinnar, landslags sem er í hættu á að hverfa.
Álandseyjar
Býflugnabóndinn Torbjörn Eckerman fyrir starf sitt við að halda Álandseyjabýflugum lausum við varroa-sníkjumítilinn.
Svíþjóð
Samtök lífrænna landbúnaðarsamtaka á Norðurlöndum