Erla Björg Gunnarsdóttir hefur tekið við starfi fréttastjóra Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Hún hefur starfað um sjö ára skeið á fréttastofunni og var starfandi fréttastjóri á tímabili. Áður starfaði Erla meðal annars á Fréttablaðinu og sem kynningarstjóri Forlagsins.
Greint er frá ráðningunni á Vísi en þar segir jafnframt að Erla muni starfa við hlið Kolbeins Tuma Daðasonar, fréttastjóra Vísis. Alls starfa rúmlega 50 manns á fréttastofunni.
Erla tekur við starfinu af Hrund Þórsdóttur sem sagt var upp störfum í gær.
Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofunnar, kynnti í morgun breytingar sem eiga að fela í sér aukna áherslu á miðlun frétta á Vísi. Dregið verður úr lengd kvöldfréttatímans á Stöð 2 um helgar.