Erla Björg nýr fréttastjóri á Stöð 2

Erla Björg Gunnarsdóttir, nýr fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Erla Björg Gunnarsdóttir, nýr fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir hef­ur tekið við starfi frétta­stjóra Stöðvar 2 og Bylgj­unn­ar. Hún hef­ur starfað um sjö ára skeið á frétta­stof­unni og var starf­andi frétta­stjóri á tíma­bili. Áður starfaði Erla meðal ann­ars á Frétta­blaðinu og sem kynn­ing­ar­stjóri For­lags­ins.

Greint er frá ráðning­unni á Vísi en þar seg­ir jafn­framt að Erla muni starfa við hlið Kol­beins Tuma Daðason­ar, frétta­stjóra Vís­is. Alls starfa rúm­lega 50 manns á frétta­stof­unni.

Erla tek­ur við starf­inu af Hrund Þórs­dótt­ur sem sagt var upp störf­um í gær.

Þórir Guðmunds­son, rit­stjóri frétta­stof­unn­ar, kynnti í morg­un breyt­ing­ar sem eiga að fela í sér aukna áherslu á miðlun frétta á Vísi. Dregið verður úr lengd kvöld­frétta­tím­ans á Stöð 2 um helg­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka