Fæst dauðsföll vegna mengunar á Íslandi

Um 9% dauðsfalla á Íslandi eru rakin til loftmengunar.
Um 9% dauðsfalla á Íslandi eru rakin til loftmengunar. mbl.is/RAX

Ísland og Nor­eg­ur eru með lægsta hlut­fall, meðal allra annarra Evr­ópu­ríkja, þegar kem­ur að dauðsföll­um sem rekja má til meng­un­ar. Þetta kem­ur fram í skýrslu sem Um­hverf­is­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins, EEA, birti á dög­un­um.

Allt að 630 þúsund manns deyja ár­lega inn­an ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins vegna meng­un­ar. Það gera um 13% dauðsfalla. Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in seg­ir að koma megi í veg fyr­ir þessi dauðsföll með því að bæta loft­gæði í stór­borg­um.

Af þeim dauðsföll­um sem verða í Evr­ópu vegna meng­un­ar eru um 90% rak­in til sjúk­dóma á borð við hjarta- og æðasjúk­dóma, ast­ma, nýrna­bil­un­ar, krabba­meins og syk­ur­sýki.

Mik­ill mun­ur er á vest­ur­hluta og aust­ur­hluta álf­unn­ar þegar kem­ur að dauðsföll­um sem rak­in eru til meng­un­ar en hæst er hlut­fallið í Bosn­íu og Her­segóvínu eða 27%. Líkt og fyrr seg­ir er ástandið best á Íslandi og í Nor­egi þar sem 9% dauðsfalla eru rak­in til meng­un­ar. Meðal aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins er það þó hæst í Rúm­en­íu eða 19% og lægst í Svíþjóð og Dan­mörku þar sem hlut­fallið er 10%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka