Fangelsinu verði breytt í meðferðardeild

Lögreglustöðin Akureyri.
Lögreglustöðin Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Afstaða, fé­lag fanga og annarra áhuga­manna um bætt fang­els­is­mál og betr­un, harm­ar ákvörðun Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­málaráðherra um að loka fang­els­inu á Ak­ur­eyri. Fé­lagið hvet­ur Áslaugu til að skoða málið nán­ar og frá fleiri hliðum, meðal ann­ars út frá til­lög­um fé­lags­ins um ann­ars kon­ar nýt­ingu þeirra fanga­rýma sem þar eru til staðar. 

Í til­kynn­ingu frá Af­stöðu seg­ir að mik­il ánægja hafi ríkt meðal fanga með fang­elsið á Ak­ur­eyri og ekki síður starfs­fólk fang­els­is­ins, sem mun að óbreyttu láta af störf­um. 

„Þar miss­ir Fang­els­is­mála­stofn­un af­skap­lega vandað og hæft fólk úr vinnu. Áslaug Arna hef­ur einnig gert mikið úr því að um lokað fang­elsi sé að ræða en að mati Af­stöðu er ekki hægt að bera fang­elsið á Ak­ur­eyri sam­an við önn­ur lokuð fang­elsi því and­rúms­loftið lík­ist miklu frek­ar því sem rík­ir á Kvía­bryggju,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

„Með því að loka fang­els­inu á Ak­ur­eyri er ljóst að fjöl­skyld­ur fanga á Vest­fjörðum og Norður­landi þurfa um lang­an veg að fara sem er ekki í sam­ræmi við það sem kem­ur fram í lög­um um fulln­ustu refs­inga þar sem seg­ir að Fang­els­is­mála­stofn­un skuli taka til­lit til bú­setu fanga og fjöl­skyldu hans þegar ákvörðun um vist­un­arstað er tek­in,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Afstaða seg­ir vert að skoða að hverfa frá lok­un fang­els­is­ins á Ak­ur­eyri og breyta því frek­ar í meðferðar- og end­ur­hæf­ing­ar­deild, sem tæki þá við af meðferðargangi á Litla-Hrauni. Meiri lík­ur eru á góðum ár­angri á sér­stakri og aflokaðri meðferðardeild á Ak­ur­eyri þar sem ekk­ert sam­neyti er við fanga sem eru á öðrum deild­um og hafa ekki áhuga á að halda sig frá vímu­efn­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka