Ferðagjöfin nýtt í pítsur og kjúkling

Dominospítsurnar hafa notið vinsælda í sumar.
Dominospítsurnar hafa notið vinsælda í sumar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Alls hafa 494 millj­ón­ir króna skilað sér til ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja í sum­ar í gegn­um ferðagjöf stjórn­valda. Mest hef­ur verið varið í gist­ingu, 156 millj­ón­um króna, þá 145 millj­ón­um á veit­inga­stöðum og 140 millj­ón­um í afþrey­ingu ým­iss kon­ar. Fyr­ir­tæki á höfuðborg­ar­svæðinu hafa fengið 146 millj­ón­ir af ferðagjöf­inni og fyr­ir­tæki á Suður­landi 91 millj­ón. 

Á Mæla­borði ferðaþjón­ust­unn­ar er birt­ur listi yfir þau tíu fyr­ir­tæki sem mest hafa fengið í sinn hlut af ferðagjöf­inni. Sam­an­lagt hafa þau fengið 146 millj­ón­ir af 494. Efst á list­an­um trón­ir Flyo­ver Ice­land sem greini­lega hef­ur slegið í gegn meðal lands­manna  í sum­ar. Hafa alls 23 millj­ón­ir króna af ferðagjöf­inni farið í um­rædda sýn­ingu. Í öðru sæti er Bláa lónið með 22 millj­ón­ir króna. Þar á eft­ir koma Íslands­hót­el með 22 millj­ón­ir, Flug­leiðahót­el með 18 millj­ón­ir og Flug­fé­lag Íslands með 14 millj­ón­ir króna. 

Bens­ín­stöðvar Olís hafa fengið 13 millj­ón­ir í sinn hlut og N1-stöðvarn­ar 11 millj­ón­ir. Vök Baths, sem er að finna rétt utan við Eg­ilsstaði, hafa al­ger­lega slegið í gegn í sum­ar. Níu millj­ón­ir af ferðagjöf­inni hafa ratað þangað.

Tveir af vin­sæl­ustu skyndi­bita­stöðum lands­ins hafa notið góðs af ferðagjöf­inni. Íslend­ing­ar hafa kosið að verja sjö millj­ón­um til kaupa á Dom­in­os-pítsum og sömu upp­hæð á kjúk­lingastaðnum KFC.

Al­gengt verð á máltíð á KFC er um 1.700 krón­ur. Því virðist sem Íslend­ing­ar hafi keypt yfir 4.100 máltíðir af djúksteikt­um kjúk­lingi í boði stjórn­valda þetta sum­arið. Sú upp­hæð gæti enn hækkað enda er gild­is­tími ferðagjaf­ar­inn­ar til ára­móta. Al­gengt verð á pítsum hjá Dom­in­os er 3.500 krón­ur. Ef miðað er við það hafa Íslend­ing­ar keypt sér tvö þúsund pítsur fyr­ir ferðagjöf­ina í sum­ar.

Ferðagjöf­inni var hleypt af stokk­un­um um miðjan júní. All­ir ein­stak­ling­ar 18 ára og eldri með lög­heim­ili á Íslandi eiga rétt á 5.000 krón­um sem nýta má við kaup á gist­ingu, mat og fleiru.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka